Færsluflokkur: Bloggar

Síðasta vika!!!!

 

           Hæ hæ. Jæja, þá er þessi vika brátt á enda og hér kemur yfirlit um það sem átti sér stað í henni.

 

 Á föstudaginn síðasta fór ég suður til Aabenraa að vinna, ég er búinn að fá þar svarta vinnu um helgar við smíðar. Þar er verið að breyta gömlu bændabýli í Mótel, og það er búin að vera ALLVERULEG breyting á bænum bara núna (getið kíkt inn á southforkranch.dk og skoðað myndir, fyrir og eftir). Þar var ég alla helgina, kom seint heim á sunnudeginum, eftir 20 tíma vinnuhelgi. Verð í fríi núna um helgina, en það er líklega bera eina helgin sem það verður í bráð. Svo tók vinnan við í vikunni eins og venjulega, nema ég fór ekki til vinnu á miðvikudaginn þar sem að Stóra Tá var tvöföld í laginu og Eldrauð. Ég fór til læknis og hann sagði að þetta væri út af óhreinu blóði(allt of feitu blóði), og einkennin leituðu alltaf og eingöngu í stóru tá (FURÐULEGT). Ég fór í blóðrannsókn og niðrstaðan vear sú að fitumagnið í blóðinu væri innan marka!!!!!  En svo fór ég aftur í vinnu á fimmtudaginn og í dag.         Það er  búið að bætast nýr fjófætlingur á heimilið. Það er dóttir hans Tryggs (hundsins hans Gísla), og þá eru 4 hundar og einn köttur á heimilinu, fyrir utan mig!!!!!!!!     Strákarnir fóru til tannlæknis í síðustu viku í skoðun. Einar var með ENGA holu en Emmi var með 4, og hann fór að í gær að gera við þær holur og það gekk mjög æðislega!!!!!!!!!                               Jæja nenni meiru í bili  heyri frá ykkur seinna                                         bææææææææææææjóóóóóóóóó!!!

 


Kallinn heitur í eldhúsinu!!!!!!

   

 

               Á þeim dögum sem að Þórunn og Daddý eru í tungumálasklólanum, og Gísli kemur seint heim úr vinnu, þá sé ég um matinn. Og núna undafarið hef ég verið að gera hluti í eldhúsinu sem að ég hef aldrei gert áður (í sambandi við eldamennsku). Í kvöld gerði "kallinn" bara fiskibollur upp á gamla sveitamátann (enda úr Sveit), og það lukkaðist bara vel að sögn þeirra sem að gáfu einkunn. Og svo að ég er nú byrjaður, þá verð ég að segja það líka að ég bakaði súkkulaðivöfflur um daginn með kaffinu. Þér voru fínar nema að því leyti að mér of mikið af súkkulaði í þeim, en ég setti bara samkvæmt uppskrift. HVAÐ VERÐUR ÞAÐ NÆSTA????                Bið að heilsa í bili       Kveðja   Berg


Vera eins allir hinir!!!!!!!!!!

 

  •   Jæja, þá kom að því. Það var ekki hægt að láta það vera að  fá 
  •      sér svona BLOGG, eins og allir eru með.  Ég vona að þið getið fylgst með því hvað er að gerast hjá okkur hérna, því oft er það ansi mikið sem gerist hér.     Svo að ég byrji nú, að þá erum við Gísli (sem við búum með) að fara vinna aukalega um helgar suður við Aabenraa. En þar er íslenskt par að fara byggja upp gistiþjónustu og þeim vantaði aðstoð og við fengum það verkefni að hjálpa þeim að byggja það upp. Ég er samt enn að vinna sem "vikar" sem er afleysingamaður hjá vinnuleigumiðlun. Og þessa dagana er ég að vinna í fyrirtæki hérna í Hedensted sem framleiðir einangrunarplast. Búið er að tala við mig um fastráðningu þar.   Hérna er farið að hausta. Þoka, rigning og laufblöð farin að falla af trjám. Þannig er haustveðrið hér.  Jæja, þetta ælta ég að láta nægja í 1. bloggi núna en verið dugleg að kíkja í heimsókn inn á síðuna því hún á eftir að lagast og bætast helling.       Kveðja í bili   Steinar Berg                         P.S.  verið dugleg að skrifa í gestabókina

 


Fyrsta bloggfærsla

Þessi færsla er búin til af kerfinu þegar notandi er stofnaður. Henni má eyða eða breyta að vild.

Höfundur

Steinar Snæfells Magnússon
Steinar Snæfells Magnússon
Hæ hæ. Ég heiti Steinar Snæfells Magnússon, og ég er kynferðislega kósý 31 árs. Ég er fæddur Hafnfirðingur en er uppalinn í Strandasýslu, nánar til tekið á bænum Litla-Fjarðarhorni í Kollafirði. Ég er hamingjusamlega giftur yndislegri konu, á 2 frábæra stjúpsyni (skemmtilega líkum mér)og svo á ég 1 yndislega og æðislega dóttir á Íslandi. Við hjónin og strákarnir erum búsett í Danaveldi.

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband